Umsjón rekstrarvara |
|
Nauðsynjar |
Fagmaður |
_____________________________________________________________________________________________________________________________________________ |
|
|
|
|
Sjálfvirk áfylling rekstarvara (bæði daglegra og sértækra) Láttu Prisume um að fylla á allar rekstrarvörur fyrir þig í framtíðinni. Afhent í afgreiðslu viðskiptavinar þíns með öllum viðeigandi upplýsingum um í hvaða prentara og hvar hann er staðsettur, áður en tónerinn klárast. Engar fleiri handvirkar pantanir. Allt sem þú þarft að gera er að senda reikning.
|
|
|
|
Sjálfvirkar rekstrarvörupantanir Gerðu tóneráfyllingu sjálfvirka með Prisume. Kerfið okkar fylgist með magni og pantar birgðir áður en þær klárast, sem tryggir viðstöðulausa prentun. Fáðu pantanirnar þínar með tölvupósti, FTP eða samþættingu. Fylgstu með síðustu pöntunardagsetningu í Prisume eða með því að nota QR kóða sem er til taks fyrir snjallsímann þinn.
|
|
|
|
Intelligent bulk ordering Maximize efficiency with our bulk ordering option. Utilizing days left estimations, we optimize supply orders to reduce logistic costs and CO2 emissions by grouping shipments to the same client. Less waste and more savings.
|
|
|
|
Skynsamlegar magnpantanir Hámarkaðu skilvirknina með því að nýta magnpöntunarmöguleikann okkar. Með því að nýta áætlaða daga sem eru eftir fínstillum við birgðapantanir til að draga úr umsýslukosntaði og lækka kolefnissporið með því að sameina sendingar til sama viðskiptavinar. Minni sóun, meiri sparnaður.
|
|
|
|
Umsjón sértækra rekstrarvara Þú getur náð fullri stjórn á rekstrarvöruutanumhaldinu með sérsmíðuðu íhlutaumsjónarkerfi. Skiptu á einfaldan hátt um vörunúmer sem þarf fyrir þitt tæki til að tryggja að þú sért alltaf með réttu íhlutina.
|
|
|
|
Umsjón tilboða Stjórnaðu verðlagningu rekstrarvaranna fyrirhafnarlaust með tilboðsstjórnunarkerfinu. Bættu við eða breyttu tilboðum fyrir tiltekna prentara til að tryggja nákvæma og samkeppnihæfa verðlagningu, hagræða í söluferlinu og tryggja arðsemi.
|
|
|
|
|
|
|
|
Umsjón tækja
|
|
Nauðsynjar |
Fagmaður |
_______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
|
Alhliða gagnasöfnun á milli kerfa og vörumerkja Með Prisume getur þú nýtt þér óaðfinnanlega gagnasöfnun frá mörgum prentaramerkjum, sem vinnur fyrirhafnarlaust á Windows, Linux, Raspberry PI og Mac með fullkomlega samhæfðum hætti.
|
|
|
|
Gagnagrunnur tegunda: sjálfvirk gagnauppfærsla Þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af úreltum upplýsingum framar. Tegundagagnagrunnurinn okkar sem er í stöðugri uppfærslu tryggir að þú ert alltaf með nýjustu vörunúmerin, áætlað magn, kílóvattanotkun og margt fleira innan seilingar. Athugið að áætlað magn er eingöngu til staðar í Professional útgáfunni.
|
|
|
|
Sjálfvirkar villumeldingar og meldingar byggðar á QR kóða Byrgðu brunninn með sjálfvirkum viðvörunum eða QR kóða viðvörunum frá Prisume. Fáðu tímanlegar tilkynningar um prentaravandamál sem gerir notandanum kleift að tilkynna vandamálið í gegnum QR kóða. Fylgstu með öllu á netinu til að fá enn betri yfirsýn og innsýn.
|
|
|
|
Sveigjanlegar tækjaskýrslur: þín gögn, þín leið Hafðu fulla stjórn á gögnum prentaraflotans þíns með sérhönnuðu tækjaskýrslunum okkar. Hvort sem þú þarft rauntíma mælalestur fyrir reikningagerð eða villt kafa dýpra ofan í önnur gögn getur þú auðveldlega sérsniðið skýrslurnar þínar. Hafðu þær tímasettar eða halaðu þeim niður samstundis til að auka þægindin.
|
|
|
|
Kvik tækjasíun: snögg innsýn innan seilingar Farðu fyrirhafnarlaust í gegnum birgðir tækjanna þinna með því að nota yfirgripsmikla síunarvalkosti okkar eða innbyggða sýn. Skiptu fyrirhafnarlaust á milli birgða, heilbrigðis þeirra og magntalna til að fá nákvæma yfirsýn yfir það sem þú þarft, þegar þú þarft það.
|
|
|
|
Alhliða bilanayfirlit: ein ferð lagar allt Vertu undir allt búinn með því að koma auga á margar bilanir í prenturum sama viðskiptavinar. Tryggðu að þú sért vel undirbúinn með alla réttu varahlutina í einni ferð, sem styttir niðritíma og eykur skilvirkni.
|
|
|
|
Sniðmátsbúnar tækjaskýrslur: hagræða vinnuflæðinu þínu Ekki finna upp hjólið í hvert skipti sem þú þarft skýrslu. Vistaðu hvaða skýrslu sem er sem sniðmát til að hafa beint aðgengi á öllum þínum reikningum. Sérlega hentugt til að fylgjast stöðugt með mælingum án uppsetningarvandræða.
|
|
|
|
Leiðandi mælaborð fyrir tafarlausa innsýn Opnaðu fyrir kraftinn í gögnunum þínum með gögnunum okkar, sem eru leiðandi og sveigjanleg, hönnuð til að veita rauntímainnsýn í prentunina þína og hjálpa til við að bæta ákvarðanir og straumlínulaga stjórnun.
|
|
|
|
Ítarlegar magngreiningar Fáðu yfirgripsmikið yfirlit og ítarlegar upplýsingar um prentmagn þitt. Fylgstu með heildarnotkun og sundurliðaðu á deild, notanda eða tæki til að fá enn betri innsýn.
|
|
|
|
|
|
|
|
Umhverfismál
|
|
Nauðsynjar |
Fagmaður |
____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
|
Grænt prentaramælaborð Öðlastu yfirgripsmikinn skilning á umhverfisáhrifum prentunar þinnar með græna mælaborðinu okkar, sem hjálpar þér að taka upplýstar ákvarðanir fyrir sjálfbærarari skrifstofu.
|
|
|
|
Umhverfismælingar tæki fyrir tæki Fáðu ítarlega innsýn í umhverfisáhrif hvers prentara. Mælaborðið okkar fylgist með virkri stöðu, biðstöðu og svefnstöðu og gefur áætlanir um kílóvattanotkun og kolefnislosun.
|
|
|
|
Gróðursettu tré með PrintReleaf Breyttu pappírsnotkuninni þinni í grænt fótspor. Óaðfinnanleg samþætting okkar við PrintReleaf gerir þér kleift að vega upp á móti notkun þinni með sjálfvirkum skógræktarverkefnum. Fáðu mælingar í rauntíma og stuðlaðu að skógrækt fyrirhafnarlaust.
|
|
|
|
|
|
|
|
Fyrir sölu, viðskipti og kostnaðarstjórnun
|
|
Nauðsynjar |
Fagmaður |
____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
|
Kostnaðar- & samningastjórnun Ekki aðeins geturðu fylgst með prentkostnaðinum þínum, heldur einnig stjórnað samningum um tækið þitt óaðfinnanlega. Vertu meðvitaður um hvert hver einasta króna fer og uppfylltu þjónustusamninginn þinn.
|
|
|
|
Sveigjanleg verðlagning per tæki: sérsniðin innheimta fyrir hvert tilvik Þú getur á einfaldan hátt stillt sjálfgefið verð fyrir hvert tæki fyrir straumlínulagaða innheimtu, en samt sem áður breytt verði fyrir einstaka reikninga eða jafnvel einstök tæki. Þín reikningagerð, þín leið, niður í minnstu smáatriði.
|
|
|
|
Innheimtuskýrslur: útprentanlegar, sérsníðanlegar og yfirgripsmiklar Þú getur búið til innheimtuskýrslur með fáeinum smellum, tekið saman heildarkostnað, kostnðar á deild eða á tæki. Þú getur auðveldlega flutt skýrsluna þína yfir í önnur forrit til samþættingar við önnur kerfi, eða til að fá skýra, sundurliðaða fjárhagslega yfirsýn.
|
|
|
|
Mælaborð fyrir þróun: metið á augabragði heilbrigði viðskiptanna Mælaborðið okkar býður upp á meira en bara tölur; það veitir alhliða skilning á kostnaðarmælingum þínum. Skoðaðu á augabragði hvort afkoman er að batna eða hvort hún krefst tafarlausra aðgerða.
|
|
|
|
Fyrirbyggjandi kostnðar- og magnviðvaranir Vertu á undan kúrfunni með kostnaðar- og magnviðvörunum. Fylgstu með þróuninni og fáðu viðvaranir í tíma, til að fyrirbyggja óvænta framúrkeyrslu á kostnaði.
|
|
|
|
Prentaðu yfirlitsskýrslu: bjargar lífi þínu á fundum og við endurskoðun Straumlínulagaðu endurskoðunar- og stöðufundi með prentyfirlitsskýrslunni okkar sem inniheldur allt. Eitt skjal sem safnar saman öllum mikilvægum gögnum og tryggir að þú er undirbúinn og upplýstur á augabragði.
|
|
|
|
Kanban endurskoðunarmælaborðið: straumlínulagaðu úttektirnar þínar með sýnileika í rauntíma Kanban endurskoðunarmælaborðið okkar einfaldar flóknar úttektir með því að flokka þær í þrep, eins og "Í bið eftir greiningu", Aðgerð í bið" og "Lokið". Hvort sem þú ætlar að skipta um tæki, sameina eða halda óbreyttu ástandi getur snögg yfirsýn yfir úttektina hjálpað til við skilvirka ákvarðanatöku.
|
|
|
|
TCO hermir: framtíð kostnðargreininga Taktu ágiskanirnar út úr áætlanagerðinni með TCO herminum okkar. Greindu og spáðu fyrir um heildarkostnaðinn, sem gerir fjárhagslegar ákvarðanir auðveldari og nákvæmari.
|
|
|
|
Tækjanotkun / ráðleggingar Fylgstu með á hve skilvirkan hátt tækin þín eru notuð með rauntímarakningu og sjálfvirkum viðvörunum. Fínstilltu notkunarmynstrið og fáðu tilkynningar tímanlega til að taka upplýstar ákvarðanir.
|
|
|
|
Frammistöðumælaborð: fylgstu með árangri viðskiptavina þinna í rauntíma Vertu upplýstur og hafðu frumkvæði með frammistöðumælaborðinu okkar, sem er sérstaklega hannað til að fylgjast með vexti, þróun og mælingum viðskiptavina þinna. Skoðaðu framfarir viðskiptavina þinna á ítarlegan hátt til að finna leiðir til umbóta og til að fagna árangrinum.
|
|
|
|
Skýrsla um heildarkostnað þinna tækja Fáðu öll nauðsynleg svör um prentkostnaðinn þinn í einni einfaldri, en þó ítarlegri, einnar síðu TCO skýrslu. Þetta yfirlit sýnir núverandi kostnað, gefur 12 mánaða yfirsýn og gerir þér kleift að bera saman eitt tímabil við annað á skjótan, en þó ítarlegan hátt.
|
|
|
|
|
|
|
|
Annað
|
|
Nauðsynjar |
Fagmaður |
____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
|
Sýn viðskiptavinarins: styrktu viðskiptavini þína með sameiginlegri yfirsýn Bættu viðskiptatengsl og auðveldaðu sjálfsafgreiðslu með því að deila á öruggan hátt völdum gögnum og skýrslum með viðskiptavinum þínum. Viðskiptavinir þínir ná betri stjórn og þú byggir upp traust sem skapar "win-win" viðskiptasamband. Fáanlegt sem viðbót við Essentials og Professional.
|
|
|
|
Prisume API: leystu úr læðingi kraft aðlögunar Notaðu Prisume MPS gögnin í þínu eigin tæki með því að nýta Prisume API eða webhook valkosti. Samþættu Prisume MPS gögn í eigin kerfi.
|
|
|
|
Webhook möguleikar: ýttu gögnunum þínum þangað sem þú þarft á þeim að halda Nýttu valmöguleikana okkar fyrir webhook til að senda rauntímaskýrslur og viðvaranir beint í það kerfi sem þú vilt. Bættu núverandi vinnuflæði með því að samþætta gögn Prisume við þau verkfæri sem þú notar nú þegar.
|
|
|
|
|
|
|
|
Samþætting
|
|
Nauðsynjar |
Fagmaður |
____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
|
Evatic: fullkomið kerfi fyrir skilvirka þjónustustjórnun Sameinaðu getu Prisume og Evatic og upplifðu óaðfinnanlega þjónustustjórnun sem aldrei fyrr. Gerðu verkefni sjálfvirk, bættu gagnaflæði og einfaldaðu þjónustustjórnun fyrir sameinaða, skilvirka nálgun við stjórnun prentaraflota.
|
|
|
|
SDF: sameinar viðskiptaaðgerðir Straumlínulagaðu reikningagerð þína, birgðastjórnun og þjónustu á vettvangi. Samþættu Prisume við SDF til að skapa sameinað, gagnastýrt vinnuflæði sem einfaldar viðskiptaferla þína frá upphafi til enda.
|
|
|
|
Zendesk: áreynslulaus þjónustustjórnun Bættu þjónustuna við viðskiptavini þína með því að samþætta Prisume og Zendesk. Færðu skýrslur og tilkynningar á einfaldan hátt beint inn í Zendesk, sem straumlínulagar vinnuferlana við þjónustuna og bætir þjónustuupplifunina.
|
|
|
|
PrintReleaf: gróðursettu tré um leið og þú prentar Stuðlaðu sjálfkrafa að alþjóðlegu skógræktarstarfi í gegnum PrintReleaf þegar þú notar Prisume. Sérhver síða sem þú prentar hjálpar til við að gróðursetja tré, sem gerir prentunina þína ekki bara skilvirka, heldur líka umhverfisvæna.
|
|
|
|